Íslendingar eru ţekktir fyrir ađ skreyta heimili sín úr hófi fram. Ţeir skreyta ekki ađeins mikiđ heldur byrja ţeir oft á ţví löngu fyrir jól, jafnvel um miđjan nóvember. Ţessi skreytiárátta landans ţarf ekki ađ koma á óvart ţar sem nóvember og desember eru afskaplega dimmir mánuđir, skammdegiđ grúfir yfir og fólk ţráir birtuna. Alls stađar má sjá jólaseríur, marglitar og meira ađ segja blikkandi, kertaljós og - ađventuljós.
Ađventuljósin eru sjö arma ljósastikur sem settar eru útí glugga. Samkvćmt svari á vísindavefnum var ţađ hálfgerđ tilviljun ađ ljósastikur ţessar bárust til landsins. Kaupsýslumađur nokkur, staddur í Svíţjóđ, keypti ljósastikur til ađ gefa frćnkum sínum í jólagjöf í kringum 1960. Vakti ţađ svo mikla lukku međal ţeirra sjálfra og vinkvenna ţeirra ađ áriđ eftir fór hann aftur til Svíţjóđar og keypti fleiri. Fór svo loks svo ađ mađurinn hóf innflutning á ljósunum og síđan ţá hafa gluggakistur ţjóđarinnar logađ međ sjö ljósum. Sagan segir hins vegar ađ ljósin hafi ekki náđ tilćtluđum vinsćldum í Svíţjóđ. Myndin er fengin frá Jólahúsinu.
Margir telja ađ ađventuljósin séu tengd Gyđingaljósum og Gyđingahátíđinni Hanukkah, hátíđ ljóssins.
Sagan segir ađ Antiochus konungur Sýríu hafi fariđ í herför inn í Júdeu ţar sem Gyđingar bjuggu. Hann krafđist ţess af Gyđingunum ađ ţeir hćttu ađ tilbiđja guđ sinn, en fćru ţess í stađ ađ dýrka hina grísku guđi. Er Gyđingarnir neituđu ţví réđust hermennirnir á musteriđ helga í Jerúsalem, drápu marga sem ţar voru og lögđu allt í rúst. Gyđingarnir höfđu séđ til ţess ađ alltaf logađi ljós í lampa í musterinu, en í öllum hamaganginum slökknađi á honum. Antiochus hélt nú heim til Sýríu en hermennirnir voru áfram í musterinu í Jerúsalem, Gyđingum til mikillar armćđu.
Nú safnađist saman hópur manna til ađ vinna aftur musteriđ. Eftir tveggja ára baráttu tókst ţeim loksins ađ flćma burtu Sýríumennina og endurheimta musteriđ. Nú beiđ ţeirra mikiđ verk viđ ađ hreinsa musteriđ og kveikja á lampanum helga á ný. Olían sem var til nćgđi ađeins til ađ hafa kveikt á lampanum í einn dag, en ţá gerđist kraftaverkiđ. Ţađ logađi á lampanum í átta daga samfellt ţrátt fyrir ađ olían vćri af svo skornum skammti.
Síđan ţetta átti sér stađ hafa Gyđingar haldiđ uppá hanukkah. Hátíđin er haldin í hebreska mánuđinum kislev og getur hana boriđ upp frá lokum nóvembermánađar fram í lok desember. Kveikt er á kertum viđ sólarlag og ţau látin loga í átta nćtur til ađ minnast sigursins á Sýríumönnum og kraftaverksins sem varđ ţegar kveikt var á lampanum helga á ný. Ljósastikan er međ níu ljósum, ţađ níunda er notađ til ađ kveikja á hinum átta.
Í Bandaríkjunum minnir hanukkah dálítiđ á jólin. Fólk skreytir heima hjá sér, kveikir á kertum og gefur gjafir. Hér er hćgt ađ kaupa sérstakan pappír fyrir hanukkah gjafir og spes hanukkah skraut og greinilegt er ađ ţessi hátíđ er ekki minni hátíđ kaupmennsku heldur en ljóss og friđar, alveg eins og jólin! Margir halda ađ hanukkah sé Gyđingaútgáfan af jólunum, en svo er alls ekki eins og sjá má af framansögđu.