Frásögn af lífi í ellefu víddum
Á rölti í garði nokkrum í New Canaan gengum við framhjá tjörn. Þórdís Ólöf sat á háhest hjá pabba sínum og og lét nokkra gullmola falla af því tilefni.
Hún var ekkert að spá í hvað við hin vorum að tala saman heldur spjallaði hún við sjálfa sig eins og henni væri borgað fyrir það og var greinilega að fylgjast með umhverfinu í kringum sig: Sko, sjórinn. Mamma fer í sjósund. Þórdís fer í heita pottinn.
Áslaug gat ekki sofnað í gærkvöldi sama hvað hún reyndi en svefninn hjá henni fór í rugl eins og okkur hinum eftir heimkomuna frá Ameríku. Þegar hún var búin að reyna ýmsar afsakanir til þess að mega fara fram úr, eins og til dæmis ef ég sofna þá verður mér svo illt í nefinu, gafst hún upp og reyndi að hafa ofan af fyrir sjálfri sér.
Hún setti hendurnar upp í loftið, horfði á puttana á sér og hvíslaði svo: fimm plús fimm eru tíu, sex plús fjórir eru líka tíu. Og svo taldi hún alla puttana og allar tærnar en samtals taldi hún upp að tuttugu og einum.
Stella | klukkan 21:43
Já, mælskar eru þær. Forvitnileg niðurstaðan 21, minnir á svarið í Hitchhiker's Guide...
Æi... krúttlegt.
Velkomin heim!