Dagbók Kristjáns og Stellu

Frásögn af lífi í ellefu víddum

 

Sunnudagur 3. janúar 2010

Stiklađ á stóru yfir áriđ 2009

Áriđ hófst međ ţví ađ ég byrjađi í meistaranámi í ritstjórn og útgáfu en restin af familíunni hélt áfram sínum störfum, Kristján í bankanum og stelpurnar á Sólhlíđ.

Sumarfrí ársins var ferđin til afa og ömmu á Bretagne en ţar dvöldum viđ í góđu yfirlćti í heilar ţrjár vikur. Ýmislegt dreif á daga okkar ţar, viđ reittum arfa í gulrótarbeđinu, bökuđum pizzu í brauđhúsinu, settum saman stćrđarinnar eplapressu og nutum ţess ađ láta dekra viđ okkur. Stelpurnar urđu bestu vinkonur Snata og Ţórdísi fór mjög fram í tali á ţessum tíma. Áslaug var eftir sumarfríiđ búin ađ lćra ýmislegt í frönsku og orđin mjög sjálfbjarga um ýmsa hluti eftir ađ hafa fengiđ ađ vera sjálfala á lóđinni í Lande Basse.

Útilega ársins var tveggja nátta dvölin í Ţakgili á Mýrdalsörćfum. Nýja tjaldiđ var frábćrt en í ljós kom ađ endurnýja ţurfti vindsćngina. Ţađ hefur ţegar veriđ gert auk ţess sem viđ splćstu í gashitara sem verđur notađur í útilegum ársins 2010.

Vinnutörn ársins var í kringum Bókmenntahátíđ í Reykjavík en sumariđ hjá mér fór í ađ undirbúa hana.

Fótboltafélag ársins er FC Tinna. Ég hef ekki mćtt á margar ćfingar en stefni ađ bćtingu í ţeim efnum ţegar táin hefur jafnađ sig.

Tábrot ársins er ekki endilega tábrot. Stiginn í New Canaan, CT fór heldur illa međ stóru tána á vinstri en ég er ađ verđa betri. Hef ekki fengiđ faglegan úrskurđ um alvarleika áverkans.

Kolkrabbi ársins var í fiskisúpunni á gamlárskvöld.

Stella | klukkan 20:52


Talađ viđ dagbók: Ummćli frá lesendum (2)

mor/mormor 04-01-2010 @ 21:57 #5655

Ţökk fyrir skemmtilegan annál ársins, og fyrir skemmtilegt ár! Höldum okkar striki á ţessu nýja ári.

Stella 04-01-2010 @ 22:07 #5656

Takk fyrir skemmtilegt ár sömuleiđis. Sjáumst á ţessu :-)

skjalasafn

nýlegar fćrslur

nýjustu ummćli

innihald




eXTReMe Tracker