"Hvaða kaffi er ég eiginlega" - prófið

Hefur þig alltaf langað að vita hvernig kaffi þú ert en aldrei getað áttað þig almennilega á því? Óttastu kannski að þú sért double, de-caf, half-fat? Taktu þetta próf til að komast að því hvernig kaffi þú ert í raun og veru.

Það springur á bílnum á Miklubrautinni klukkan átta að morgni, ég:

Beygi í huganum óreglulegar sagnir í latínu og bíð eftir hjálp.
Tek fram maísdolluna og dansa stríðsdans í kringum bílinn í veikri von.
Leita að dekkinu en man um síðir að það er ennþá undir bílnum síðan það sprakk síðast.
Bölsótast út í bíldrusluna og skil hana síðan eftir.
Sest út í kant og fer að skæla.

Hvernig myndir þú lýsa húðlit þínum?

Ljósbrúngegnsæum.
Alheimslitum, það er að segja drapplitum.
Föl-laxableikum.
Súkkulaðibrúnum.
Beautiful bronze tan.

Á miðvikudögum klæðist ég yfirleitt fötum sem eru:

Með blómamynstri.
Tvíhneppt.
Hvaða fötum?
Hluti af einkennisbúningi.
Þverröndótt.

Ég fer í gegnum lífið:

Hægt en örugglega.
Á ljóshraða.
Súr á svip með magasár.
Á tveimur jafnfljótum með bros á vör.
Á Citroën Bragga.

Á veturna:

Er ég að kafna úr hita.
Leggst ég í dvala.
Þjáist ég af kvefi og hálsbólgu.
Er ég enn taugaveiklaðri en venjulega.
Leggst ég í mjólkurdrykkju.

Á dæmigerðu föstudagskvöldi:

Skelli ég mér í heita pottinn og í gufu.
Kaupi ég prjónablað og prjóna það flóknasta í blaðinu.
Les ég Shakespeare.
Fer ég yfir hagtölur síðasta mánaðar.
Skýst ég niður í fjöru með brimbrettið og heilla viðstadda (ef einhverjir eru).

Þegar ég drekk kaffi hlusta ég helst á:

Dolly Parton og Kenny Rogers.
Jacques Brel.
Britney Spears og Justin Timberlake.
Björgvin Halldórs í panflautubúningi.
Toto.

Uppáhaldsmaturinn minn er:

Á engan uppáhaldsmat.
Þungir og flóknir réttir á fínum veitingastöðum.
Peanut butter and jelly samlokur.
Barrnálar.
Mikið steiktur matur.

Eitthvað að lokum?

Er ókeypis ábót?
Eruð þið að loka strax!?
Vamos a la playa!
Mig langar bara að þakka fyrir skemmtilegt próf :-)
Nei, er þetta ekki bráðum að verða búið?

Ef þetta væri "hvaða gosdrykkur er ég" - prófið, þá væri ég:

Sódavatn.
Ég hélt að prófið væri búið núna!
Kók.
Rótarbjór.
Appelsín.